Emodium?
Imodium eins og allir þekkja var stafrænt tvíeiki sem hefur þurft að halda huldu höfði síðustu misseri vegna ofsókna bandarískra lyfjarisa. Við höfum ákveðið að lúffa í lögsóknunum og breyta nafninu í Emodium. Það er ákveðin sigur enda fáum við svokallað lifetime supply of Imodium í eins mörgum milligrömmum og okkur lystir. Frá síðasta rumski Emodium á netinu hefur helvíti mikið af vatni runnið til sjávar. Þessi fjöllistahópur var staðsettur rækilega á nulleinn.is á sínum tíma en rifinn úr samband 2004 af ókunnum ástæðum, trúlega var lyfjarisinn þar að verki. En hvað vitum við. Nú er þessi fornleifauppgröftur kominn á lokastig og afraksturinn orðinn þjóðareign að nýju.
Þegar vídeó á netinu voru á stærð við frímerki og ákaflega tímafrekt og dýrt að sækja, þá réð hljóðið og Emodium gerði það að sínum metnaði að færa þjóðinni 8 og jafnvel 16 bita skemmtun. Þessir ungu menn, nú gamlir, kætast mikið við enduróm sinna fögru radda og hafa ákveðið að deila þeim fögnuði með þjóðinni. Njóttu hvers bita þjóð góð!
You are never to old to Emo!